Skip to content
branches-architect-2

HANNAÐ AF ARKITEKTUM, FYRIR ARKITEKTA

Moment er öflugt rekstrarkerfi sem var hannað til að draga úr tvíverknaði og gefur notendum meiri tíma til að einblína á sköpun og verkefnaskil.

KERFIÐ SEM ARKITEKTAR KJÓSA HELST

Ert þú arkitekt og langar að nýta tímann frekar með viðskiptavinum þínum?

Moment kerfið er hugsað til þess að einfalda ferla fyrir verkefna-, gæða-, og auðlindastjórnun.

Allt á einum stað

Í dagsins amstri er auðvelt að týnast í hringiðunni þegar þú ert að hugsa um mörg verkefni, starfsmenn, rekstur og fleira.

Með því að samræma rekstrarferla í Moment munt þú spara þér mikilvægan tíma sem nýtist betur í lykilverkefnin þín, eins og hönnun.

Í stað þess að vinna í mörgum kerfum sem tengjast ekki saman, þá tengir Moment öll helstu vinnutækin í einn heildarpakka.

Verkefnastjórnun er miðpunktur rekstursins

Moment er hannað í kringum verkefnastjórnun. Við leyfum bókhaldi að vera bókhald (en tryggjum góðar tengingar milli kerfa) og leggjum áherslu á að skapa framúrskarandi kerfi fyrir verkefnastjórnun.

Fjármál í brennidepli

Með því að leggja höfuðáherslu á utanumhald verkefna og arðsemi, verður auðveldara fyrir þig að halda utan um allar tekjur og gjöld sem tengjast verkefnum þínum og jafnframt að sundurliða þau eftir flokkum.

Viltu vita hvers konar verkefni skila mestum hagnaði fyrir fyrirtækið þitt? Það er ekkert mál – Moment býður upp á ítarlegar skýrslur með öllum mögulegum síum til að komast að því.

Gott yfirlit og skýrslugerð

Þú getur alltaf athugað stöðuna á verkefnum þínum og séð hvað er á döfinni. Í verkumsjón er hægt að sundurliða flókin verkefni niður í einfaldari hluta sem auðveldara er að hafa umsjón með.

Þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af því að eyða of miklum tíma í tiltekinn hluta af verkefnum þínum þar sem Moment mun sjálfkrafa minna þig á það.

Samstarfsmenn númer eitt

Moment er hannað til að auðvelda samstarfsmönnum að taka þátt í verkefnum svo allir geti fylgst með framvindu þess, tímavörslu og því sem eftir á að gera. Með þessu komum við í veg fyrir að þú eyðir tíma í að upplýsa alla um framvindu verkefna eða fjármál þess.

Með því að nýta Moment í auðlindaskipulag, nærðu mestum árangri frá teyminu þínu og getur verið viss um að enginn starfsmaður eða verkefni sitji á hakanum.

EIGINLEIKAR

project-management  Verkefnastjórnun og fjármál

Hafðu fulla stjórn á verkefnum þínum með því að merkja allt. Með þessu móti getur þú sniðið verkefnin þín og annað eftir þörfum. Engir tveir viðskiptavinir eru eins, ekki verkefnin heldur.


resource-management Auðlindaskipulag

Hvaða ráðgjafar eru lausir til að vinna verkefni? Getum við skilað af okkur til viðskiptavinarins eins og við lofuðum? Með auðlindaskipulagi færð þú yfirsýn yfir afkastagetu ásamt yfirliti yfir þá sem eru uppteknir við önnur verk, í fríi og svo framvegis.

quality-assuranceGæðastjórnun

Þú getur tryggt verkefnaskil til viðskiptavinarins, bæði að allt stemmi við tilboðið sem þú gafst í upphafi og að það uppfylli ferla sem hafa verið innleiddir. Þú munt fá gátlista, skrá yfir frávik, matsgerð og getur tekið áhættur inn í reikninginn í gæðakerfi Moment, sem byggir í grundvallaratriðum á ISO 9001.

budget Fjárhagsáætlun

Útbúðu fjárhagsáætlun fyrir viðskiptavini þína í Moment með áætluðum vinnustundum og kostnaði. Sendu áætlunina til viðskiptavina þinna og búðu til verkefni beint úr fjárhagsáætluninni með öllum gögnunum þaðan, án þess að eyða tíma í tvíverknað.

task-manager Verkstjórnun

Þegar um ítarleg skil er að ræða er gott fyrir þig að búa yfir haldgóðu kerfi sem hefur gott utanumhald um verkin þín. Moment auðveldar þetta.

invoice Reikningagerð

Búðu til og sendu rafræna reikninga um hæl. Þú getur ávallt fylgst með hvað þú ert þegar búinn að senda reikninga fyrir og hvernig kostnaðaráætlunin stendur.

time-tracking Tímavarsla

Þú og samstarfsfélagar þínir getið skráð tímana ykkar á einfaldan hátt sem reiknar sjálfkrafa þegar tímarnir fara í yfirvinnu. Skráningin er að sjálfsögðu farsímavæn fyrir þá sem það kjósa.

travel-expenses  Ferðalög og útgjöld

Þarft þú að ferðast og taka saman útgjöld? Þú getur skráð þetta allt á einfaldan hátt í Moment. Taktu myndir á símann þinn og halaðu þeim upp á netfangið þitt.

crm Frídagar og fjarvera

Moment hjálpar þér að halda utan um alla frídaga og fjarveru. Skipuleggðu fríið þitt með góðum fyrirvara og láttu samstarfsmenn þína vita hvenær þú verður frá.

Meðmæli

Það sem aðrir arkitektar hafa að segja um Moment:

TENGINGAR

Moment býr yfir ótal tengingum til að auðvelda daglegu verkefnin þín svo að öll gögnin þín færist á milli hratt og örugglega.

Þú getur tengt Moment við yfir 50 önnur kerfi, allt frá sérhönnuðum sérgreinarkerfum yfir í bókhaldskerfið þitt.

Fáðu meiri upplýsingar um tengingar

INTEGRATIONS

You can buy maps from Ambita directly in Moment, and costs for this are also linked directly to the project and you choose whether this should be re-invoiced to your customer or not.

You can also integrate Moment with over 50 other systems, ranging from industry-specific systems to the accounting system you use.

Discover more about Integrations

TAKTU SKREFIÐ MEÐ MOMENT Í DAG!

Tryggðu skilvirka stjórnun verkefna og auðlinda í heildrænu kerfi. Verkefnastjórnun, tímaskráningar, auðlindaskipulag og reikningagerð, allt í einu kerfi.