Eivind Bøhn 5.1.2022 06:59:11 2 min lesetid

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra!

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra!

Okkar vegferð hefur verið ævintýri líkast, 50% vöxtur á hverju ári frá því að við kynntum skýjalausn Moment árið 2016. Árið 2021 var sérstaklega spennandi þar sem Monterro bættist við teymið. Nú erum við í stakk búin til að vaxa enn frekar. Við erum með úrvals þróunarteymi sem er staðsett í fjórum mismunandi löndum og við erum að byggja upp söluteymi á Norðurlöndunum.
Hver hefði trúað því fyrir 35 árum síðan þegar faðir minn, pirraður yfir skorti á viðeigandi tímaskráningarkerfi fyrir fyrirtækið sitt, bjó til sitt eigið kerfi sjálfur?

Ef þú vilt lesa meira um sögu Moment - lestu hér

Moment varð 10 ára á síðasta ári og kerfið hefur verið alfarið í skýinu síðan 2016.
Markmið okkar fyrir árið 2022 er 50% vöxtur. Til að ná þessu þurfum við frábæra vöru, ánægða viðskiptavini og framsækna starfsemi.

Okkar sýn er að verða heimsins stærsta verkefnastjórnunar kerfið en við byrjum á Norðurlöndunum. Á síðasta ári opnuðum við skrifstofu í Svíþjóð. Starfsmannafjöldinn hefur vaxið um 63% árið 2021 og við réðum inn 15 nýja starfsmenn á síðasta ársfjórðungi 2021.

Við munum halda áfram að bæta við teymið okkar árið 2022 til að vinna enn frekar að vöruþróun og efla þjónustu við okkar viðskiptavini. Við munum leggja áherslu á Norðurlöndin árið 2022.
Okkar mikilvægasta auðlind, viðskiptavinir, þurfa að geta treyst á vandaða og góða vöru sem er þjónustuð af áreiðanleika og skilvirkni. Við höfum alltaf einblínt á þarfir viðskiptavina og þrátt fyrir að fjöldi viðskiptavina aukist hratt er það afar mikilvægt fyrir okkur að vera í nánum tengslum við þá og virku samtali. Við munum leggja enn meiri áherslu á þessa þætti árið 2022.

Frekari þróun á Moment er okkur mikilvæg. Árið 2022 munum við meðal annars efla Moment appið með ýmsum nýjum möguleikum. Gagnaöryggi er útgangspunkturinn í allri okkar vinnu og við vinnum samkvæmt ítrustu kröfum.

Við hlökkum til að eiga nýtt Moment ár með ykkur öllum, viðskiptavinum, starfsmönnum, samstarfsaðilum og birgjum.

Gleðilegt nýtt ár!
Kveðja, Eivind