Elin Ulset 16.10.2021 05:58:22 8 min read

Samþætting - leiðin að einfaldara daglegu lífi

Fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan voru tímaskráningar og reikningar skrifuð á blöð og send með frímerki í pósti. Allan daginn fann maður lyktina af ný útprentuðum pappír og stór stafli af gögnum var settur í möppur til yfirferðar af Olsen bókhaldara. Það er eitthvað nostalgískt við gömlu gatarana og að setja snyrtilega saman brotna reikninga í umslög. En í hreinskilni sagt er þetta frekar óskilvirkt og dýrt.

Í dag hafa nothæf kerfi og sjálfvirkir ferlar leyst þetta af hólmi.

Nútíma skrifstofa í dag skráir tíma, sendir út reikninga og stýrir öllum verkefnum í kerfi í skýinu. Meira að segja Olsen bókhaldari hefur stjórn á öllum tölum í sínu kerfi. Þegar bæði kerfin geta talað saman getum við sparað tíma með því að forðast handvirkan tvíverknað og gengið úr skugga um að vera alltaf með nýjustu og réttu tölurnar handhægar hverjum sem gæti þurft á þeim að halda.

Til að afreka þetta þarf einhver að setja upp samþættingu.

Helene-Svelle-integrasjoner
Við höfðum samband við Helene sem er yfir vöruþróun hjá Moment, til að læra meira um kosti samþættingar.

Í Moment ber Helene og hennar teymi ábyrð á þessu og passa þau stanslaust upp á það að hlutirnir gangi smurt fyrir sig. Helene hefur unnið sem forritari í 15 ár og hefur útfært samþættingu í ýmsum kerfum.

See our whole team here.

 

Til að byrja með, í einföldum orðum - hvað er samþætting?

Fyrir flestum snýst samþætting um það að færa gögn eða upplýsingar frá einum enda til annars. Til dæmis gæti það verið reikningur í Moment yfir í annað bókhaldskerfi.

Til að fara nánar út í þetta: Oft á tíðum getur viðtakandinn ekki greint hvað það er sem þú ert að reyna að senda af því að upplýsingarnar (í þessu tilviki, reikningurinn) er með öðruvísi uppbyggingu og er settur upp öðruvísi. Þá þarf að endurmóta upplýsingarnar svo að þær passi við þennan tiltekna móttakanda. Að lokum, viðeigandi upplýsingar verða að vera jafnar á báðum endum. Til að gera þessa aðlögun þurfum við að skrifa kóða. Um daginn vorum við með reikning sem þurfti að færa út úr Moment yfir í bókhaldskerfi og það kerfi gerir kröfur um það að tölur séu skráðar með aurum eða aukastöfum. Þá þurftum við að breyta úr norskum krónum með því að margfalda upphæðina með hundrað. Þetta eru lítil smáatriði sem eru breytileg í hvert skipti sem ný samþætting er sett upp og þegar ytri kerfi gera einhverjar breytingar.


Til að setja þetta upp myndrænt er hægt að segja að samþætting sé brú þar sem upplýsingar fara yfir frá einni hlið til hinnar.

Helene sýnir þetta með lego kubbum :)


lego-integrasjoner

Integration, úr latínu integrare 'komast aftur í upprunalegt ástand, gera heilt'

 

 

 

Hverjir eru kostir þess að hafa samþættingu?

  • Þú forðast fjölritun, það sparar tíma og pening í stjórnun og einhæf störf.
  • Þú minnkar líkurnar á villum. Forritið færir alla hluta, reit fyrir reit, án þess að breyta upplýsingunum.
  • Þú færð sem mest út úr kerfunum sem fyrirtækið hefur sett upp.


Hvernig er það að vinna sem forritari og bera ábyrgð á samþættingu?

Mér finnst gaman að skiptast á því að hitta viðskiptavini og að vera við skrifborðið mitt og taka þátt í tæknilegri þróun. Ég trúi því að samskipti við viðskiptavini séu mikilvæg, þá fær maður betri innsýn og skilning á hvað það er sem þeim vantar. Fyrir mig er það hvetjandi að búa eitthvað til sem er nytsamlegt og aðrir njóta þess að nota.

Þegar kemur að samþættingu erum við skuldbundið teymi forritara sem hefur tileinkað sér þessa vinnu. Það krefst mikillar einbeitingar og maður þarf að vera varkár og meðvitaður um smáatriði. Við eyðum miklum tíma í prófanir sem og að viðhalda uppfærslum. Það er áhugavert að vera stanslaust að finna leiðir til að betrumbæta kóðann svo að hlutirnir gangi hraðar, öruggar og skýrar. Oft byggjum við útfærsluna á samþættingu á endurgjöf frá viðskiptavinum. Stundum sjáum við að breytingar hafa verið gerðar á ytra kerfinu, t.d. breyting á gagnategund í reit eða aðgangsstýringu. Þá þurfum við að fylgja eftir og ganga úr skugga um að það hafi engin áhrif á núverandi uppsetningu. Ef eitthvað fer úrskeiðis er gífurlega mikilvægt að það sé lagað eins fljótt og auðið er. Þess vegna tryggjum við að vera alltaf með góð samskipti við umsjónaraðila þeirra kerfa sem við erum með samþættingu við. Báðir aðilar eru ákveðnir í að veita stöðuga þjónustu fyrir viðskiptavini, þannig tekst okkur yfirleitt að greina vandann og finna síðan lausn á því.

Með hverju er hægt að samþætta Moment?

Við bjóðum upp á samþættingu við yfir 50 kerfi (link to integration site). Fyrir bókhald höfum við samþættingu við þekktustu bókhaldskerfin á markaðnum eins og Tripletex, PowerOffice GO, Azets Connect, Visma, Navision og Xledge. Ef við höfum ekki samþættingu við kerfi sem fyrirtæki þarf þá höfum við tækifæri til að búa hana til. Einnig höfum við samþættingu við kerfi sem tengjast ekki bókhaldi eins og Jira fyrir verkefnastjórnun. Svo lengi sem ytra kefið er með gott tengi (APIs), munum við geta flutt megnið af því.

Stundum er skráar samþætting önnur lausn sem þýðir að skrár eru búnar til og svo lesnar inn annars staðar. En við kjósum frekar að nota tiltækt API til að forðast handvirk skref í ferlinu.

Einnig erum við opin fyrir því að önnur kerfi tengist okkar API til að sækja eða senda gögn fyrir hönd viðskiptavinarins. Við munum sjá meira af þessu í framtíðinni og hér munum við deila upplýsingum og tækifærum.