Elin Ulset 28.1.2022 11:54:32 6 min lesetid

SAMEINING MOMENT OG MILLNET

Verður stærsta SaaS-þjónustuveita fyrir verkefna-og tímastjórnunarkerfi á Norðurlöndunum.

Moment er að fjárfesta í Millnet, og kemur til með að verða stærsta SaaS-þjónustuveita í verkefnastjórnun, þ.á.m. í tímaskráningu, aðfangastjórnun, gæðastjórnun, og mannauðsmálum.

„Moment og Millnet eiga margt sameiginlegt, og hafa saman þann möguleika að vera leiðandi á Evrópumarkaði. Við höfum trú á starfsmönnum okkar og tækninni að baki kerfinu og hlökkum til að vinna náið saman við að halda áfram að þróa bæði fyrirtækin,” segir Erik Syrén, stjórnarformaður Moment.

„Með Millnet okkur við hlið verðum við stærsti þjónustuaðili í okkar fagi í Skandinavíu. Millnet býr yfir góðum vörum, frábæru skipulagi og ánægðum viðskiptavinum,rétt eins og Moment. Þetta eru spennandi tímar og við munum halda áfram að bæta við okkur. Við höfum séð 50% vöxt yfir síðustu 5 ár, og með yfirtöku eins og þessari munum við vaxa ennþá hraðar,“ segir Eivind Bøhn, forstjóri Moment.

Leiðandi á markaði

Bæði Moment og Millnet eru leiðandi hvor á sínum markaði, Moment er með yfir 50% norskra og íslenskra arkitekta, og aukinn vöxt meðal skapandi greina, ráðgjafa, verkfræðinga og endurskoðenda. Millnet er rótgróið fyrirtæki innan sömu starfsgreina í Svíþjóð auk þess að vera sterkir á sviði starfsmanna- og ráðningarmála.

„Starfsmenn Moment og Millnet búa yfir þekkingu og hæfni og vinna daglega að því markmiði að skila hágæða verðmætum til viðskiptavina sinna. Saman getum við aðeins orðið sterkari.“-Mats Lindskog, forstjóri Millnet.

Vöxtur í Skandinavíu og á alþjóðavettvangi

Moment er starfandi í Noregi og Íslandi og Millnet í Svíþjóð. Viðskiptavinir beggja fyrirtækja telja yfir 1000 í 15 öðrum löndum. Næsta skref er að stofna fyrirtæki í Danmörku. Með stuðningi frá Moneterro og fleiri yfirtökum verða Moment og Millnet eitt af leiðandi fyrirtækjum í verkefna- og tímastjórnun í Evrópu.

Monterro – tæknimiðaður og virkur eigandi

Monterro varð meirihlutaeigandi Moment haustið 2021. Monterro er Norrænt fjárfestingafélag sem fjárfestir aðallega í B2B hugbúnaðarfyrirtæjum, og er virkur eigandi sem leggur bæði til reynslu og sérfræðiþekkingu.

Monterro fjárfestir í fyrirtækjum sem vinna með SaaS lausnir, og hafa möguleika á vexti á alþjóðavettvangi. Erik Syrén lét þessi orð falla um fjárfestinguna í Moment: “Við vinnum ávallt í nánu samstarfi, við stjórnendur og eigendur fyrirtækjanna sem við fjárfestum í. Moment býður upp á gæðavörur sem fellur vel inn í okkar eignasafn, ásamt mikilli ánægju viðskiptavina. Við erum fullviss um að Momnent eigi góða möguleika á alþjóðavísu og hlökkum til að bæta Millnet við okkar eignasafn. Við eigum von á frekari sameiningu á þessum markaði og hlökkum til framtíðarinnar.

Moment-Millnet-Monterro

Frá vinstri; Eivind Bøhn, Mats Lindskog and Erik Syrén

 

Um Moment

Moment er markaðsleiðandi skýjaþjónusta sem býður upp á verkefnastjórnun, tímastjórnun, aðfangastjórnun, reikningsgerð og gæðastjórnun í einu kerfi. Fyrirtækið gerir gagnaflæði óaðfinnanlegt á milli kerfa og hefur valið og forðast handvirkar venjur. Moment er með tengingar við yfir 50 kerfi og vinnur náið með viðskiptavinum sínum til að skilja þarfir þeirra betur og bæta virkni kerfisins. Framtíðarsýn Moment er að verða helsta verkefnastjórnunarkerfi í heiminum. Moment er með árlegan áskriftargrunn upp á 43 milljónir norskra króna, 52 starfsmenn og um 500 viðskiptavini.
www.moment.team

Um Millnet

Millnet AB var stofnað árið 2000.
Starfsemi þess er að þróa og selja vörur og lausnir sem miða að því að einfalda og hagræða hversdagslega viðskiptaferla fyrir fyrirtæki og stofnanir s.s. verk- og tímaskýrslur, verkefnaáætlanir, aðfangaáætlanir, mætingaskýrslur, starfsmannahald og ráðningar. Kerfið er fyrst og fremst hannað fyrir ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem og ráðningarfyrirtæki. Viðskiptavinir þess eru því yfirleitt upplýsingatæknifyrirtæki, ráðgjafafyrirtæki, arkitektastofur, verkfræðistofur, auglýsinga- og almannatengslafyrirtæki eða ráðningar- og starfsmannafyrirtæki. Millnet er með árlegan áskriftargrunn upp á 24 milljónir sænskra króna, 32 starfsmenn og um 500 viðskiptavini.

www.millnet.se


Frekari upplýsingar veita:

Eivind Bøhn, CEO Moment - eivind@moment.team - +47 958 84 825
Mats Lindskog, CEO Millnet - mats.lindskog@millnet.se - +46 13 470 40 01
Erik Syrén, styreleder Moment - erik.syren@monterro.com - +46 70 738 50 72

Pressreleases (á norsku):

Digi

Finansavisen (only for subscription)