Snøhetta Group


Nauðsyn fyrir einfaldara kerfi

Árið 2014 var Snøhetta Group að leita að nýju kerfi fyrir verkefnastjórnun, skipulag og áætlanagerð. Með 250 starfsmenn þurfti Snøhetta að deila auðlindum yfir allan hópinn, auðvelda meðhöndlun verkefna og verkhluta og einfalda tímaskráningu fyrir alla starfsmenn í fyrirtækja samsteypunni.

Þau fundu að samvinna þvert á verkefni og stjórnun auðlinda á mismunandi stöðum var krefjandi og fylgdi því oft mikið af villum í gamla kerfinu.


Lausnin var Moment

Árið 2015 kom lausnin að þessum vandamálum þegar nýjum eiginleikum var bætt í Moment; Verkefnaáætlun, yfirsýn afkastagetu, tenging við samstarfsaðila og meiri sjálfvirkni á mörgum sviðum. Þessir eiginleikar eru opnir öllum viðskiptavinum Moment.

Náin samvinna milli Moment og Snøhetta er enn í gangi. Undanfarið hefur áherslan verið lögð á að þróa og fínpússa gæðastjórnunar hlutann.


Viðbrögðin frá Snøhetta eru jákvæð. Þeim finnst lausnin notendavæn og þarfir þeirra eru tryggðar á góðan máta þegar kemur að tímaskráningu, skipulagningu, verkefnastjórnun og gæðastjórnun.

Í gegnum samstarfið hafa starfsmenn Snøhetta og Moment kynnst vel; í dag eru nokkrir mismunandi lykilaðilar hjá Snøhetta sem eru í virkum samskiptum við Moment svo að saman getum við fundið góðar lausnir á þeim vandamálum sem upp koma.

Um Snøhetta

Snøhetta er alþjóðlegt fyrirtæki í arkitektúr, landslagsarkitektúr, innanhússarkitektúr og hönnun. Þeir eru með skrifstofur i Oslo, New York, San Francisco, Innsbruck, Paris, Hong Kong og Adelaide.

Snøhetta er meðal annars þekkt fyrir Bókasafnið í Alexandríu í Egyptalandi, Ground Zero í New York og Óperuhúsið í Bjørvika í Oslo.

TAKTU SKREFIÐ MEÐ MOMENT Í DAG!

Tryggðu skilvirka stjórnun verkefna og auðlinda í heildrænu kerfi. Verkefnastjórnun, tímaskráningar, auðlindaskipulag og reikningagerð, allt í einu kerfi.